BARNAVERNDARMÁL
Að tryggja að börn búi ekki við óviðunandi aðstæður

 

Við höfum víðtæka reynslu af barnaverndarmálum, bæði fyrir barnaverndarnefndum og svo fyrir dómi. Rétt er að hvetja fólk sem eru aðilar eða sjá fyrir sér að verða aðilar að barnaverndarmáli að fá sérfræðiaðstoð hjá reyndum lögmanni og vera, sem best þeir geta, í samvinnu við starfsmenn barnaverndar.

 

Kröfu um sviptingu forsjár skal því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs.

HJÚSKAPARMÁL
Slit hjúskapar og fjárskiptasamningar
 

Telji hjón eða annað hjóna sig ekki geta haldið hjúskap áfram geta þau óskað eftir skilnaði að borði og sæng. Hvor maki um sig á rétt á lögskilnaði einu ári eftir að skilnaður að borði og sæng var veittur. Ýmiss álitamál geta komið upp vegna skilnaðar og veitum við ráðgjöf og aðstoðum einstaklinga að taka nauðsynleg skref. 

 

Hjón þurfa að gera með sér skriflegan fjárskiptasamning og leggja hann fram og staðfesta samkomulag við fyrirtöku skilnaðarmáls hjá sýslumanni. Ef hjón eru ekki sammála um fjárskipti þarf að bera málið undir héraðsdóm og óska þess að opinber skipti á búinu fari fram til fjárslita.

Málefni sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl eru oft nefnd sifjamál og má greina þau í hjúskaparrétt eða hjúskaparmál, sambúðarrétt og barnarétt. Við veitum þjónustu á öllum sviðum sifjaréttar s.s. vegna skilnaðar-, forræðis og faðernismála. Þá sérhæfum við okkur í barnarétti og barnarverndarmálum.
 
Ef þig vantar aðstoð við fjölskyldutengd mál eða vilt afla þér frekari upplýsinga, hafðu þá samband við okkur í síma 550 40 60, með tölvupósti á erindi@arcticlogmenn.is eða með því að smella hér.
 

Fjölskyldumál

ERFÐASKRÁ
Skrifleg yfirlýsing um ráðstöfun eigna

 

Erfðaskrá er skrifleg yfirlýsing um hvernig skuli ráðstafa eignum manna að þeim látnum.

Fjölskyldubönd geta verið fjölbreytileg og því nauðsynlegt að skýra réttarstöðu einstaklinga. Sem dæmi erfa stjúpbörn ekki sjálfkrafa stjúpforeldra sína og ekki er sjálfsagt að annað hjóna geti setið í óskiptu búi við lát maka. Nauðsynlegt er því að einstaklingar, hjón og sambúðarfólk hagi málum sínum svo að réttarstaða allra sé ljós. Hægt er að gera slíkt með erfðaskrám.

KAUPMÁLI
Fjármál hjóna

 

Með því að ganga í hjónaband verða allar eignir aðila hjúskapareignir nema annað sé tilgreint, til að mynda með kaupmála. Í kaupmála er oftast kveðið á um að ákveðnar eignir verði séreignir annars hjóna og koma þær þá ekki til skipta við skilnað. Gjafir milli hjóna og hjónaefna eru aðeins gildar ef gerður er kaupmáli um þær. Þetta á þó ekki við um hóflegar gjafir.

FORRÆÐISMÁL
Slit hjúskapar og forsjá

 

Ef hjón eiga saman börn yngri en 18 ára þarf að ákveða hvort þeirra skuli fara með forsjá eða hvort hún skuli að vera sameiginleg. Ef foreldrar geta ekki leyst ágreining sinn um forsjá verður að leita til dómstóla til þess að leysa úr honum.

FAÐERNISMÁL
Véfenging eða viðurkenning

 

Í grunnin snúast faðernismál um réttarstöðu rangfeðraðra og ófeðraðra barna. Samkvæmt íslenskum lögum á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína.

Codexnova | Hlíðasmára 4, 2 hæð | 201 Kópavogur | (+354) 511 70 30 | erindi@codexnova.is