Skaðabótamál

 
Við gætum hagsmuna þinna gagnvart bótaskyldum aðilum hvort sem um er að ræða líkamstjón, eignatjón eða annað tjón. Þá höldum við uppi vörnum ef skaðabótakrafa beinist að þér.
 
Ef þú telur að brotið hafi verið á þínum rétti eða vilt afla þér frekari upplýsinga, hafðu þá samband við okkur í síma 511 70 30, með tölvupósti á erindi@codexnova.is eða með því að smella hér.
 
SLYSABÆTUR
Umferðarslys, vinnuslys eða slys í frítíma.

 

Slys leiða með ýmsum hætti til tjóns og getur réttur fólks til bóta verið mismunandi. Við hvetjum alla að leita ráða hjá sérfræðingum sem geta veitt upplýsingar um rétt þinn go til hvaða úrræða skal grípa. Mikilvægt er að grípa til réttra aðgerða strax í upphafi til að koma í veg fyrir að réttindi glatist.

Þá er stærsti hluti lögmannskostnaður tjónþola í flestum tilfellum greiddur af viðkomandi tryggingafélagi.

LÍKAMSÁRÁS
Brot á hegningarlögum

 

Ef þú hefur orðið fyrir líkamstjóni, t.d. vegna líkamsárásar áttu allajafna rétt á bótum frá gerandanum.  Ef gerandinn getur ekki greitt bætur á tjónþoli rétt á bótum úr bótasjóði þolenda afbrota samkvæmt lögum nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nái bótafjárhæðin ákveðnu lágmarki.

LÆKNAMISTÖK
Lög um sjúklingatryggingu.

 

Líkamstjón af völdum meðferðar heilbrigðisstarfsmanns, hvort sem um er að ræða á sjúkrahúsi eða einkastofu, er að jafnaði bætt samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. Bætur skal greiða án tillits til þess hvort einhver ber skaðabótaábyrgð. 

Codexnova | Hlíðasmára 4, 2 hæð | 201 Kópavogur | (+354) 511 70 30 | erindi@codexnova.is